Efni um Icesave

Þriðja lagafrumvarpið um ríkisábyrgð vegna Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi og Hollandi var samþykkt sem lög frá Alþingi 16. febrúar 2011 (nr. 13/2011). Þann 20. febrúar 2011 synjaði forseti Íslands lögunum staðfestingar í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar. Lög nr. 13/2011 voru felld í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram 9. apríl 2011.

Í desember 2008 samþykkti Alþingi þingsályktun um að fela ríkisstjórninni að leiða til lykta samninga varðandi ábyrgð ríkissjóðs á innstæðutryggingum vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á Evrópska efnahagssvæðinu.

Hér hefur verið safnað saman efni sem tengist lögunum sem samþykkt voru á Alþingi 16. febrúar og efni tengt lögunum sem samþykkt voru í ágúst 2009 (lög nr. 96/2009) og lögunum sem Alþingi samþykkti í árslok 2009 (lög nr. 1/2010, um breytingu á fyrri lögunum) og voru felld í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010. Finna má alla umfjöllun um málin á Alþingi, svo sem ræður á þingfundum og þingskjöl, sem og erindi og umsagnir sem bárust fastanefndum þingsins við afgreiðslu málanna.

Einnig eru hér samsvarandi gögn tengd umfjöllun um þingsályktun frá 5. desember 2008 um samninga um ábyrgð ríkissjóðs vegna innstæðna í útibúum íslenskra viðskiptabanka á EES-svæðinu (þingsályktun nr. 2/136).

Loks eru hér tenglar í gögn og opinbera vefi sem tengjast umfjöllun um Icesave-málið og þjóðaratkvæðagreiðslu um lög nr. 13/2011 og þjóðaratkvæðagreiðsluna um lög nr. 1/2010.

Umræður á Alþingi tengdar Icesave á árunum frá og með 2008

Lög nr. 13/2011

Lög nr. 13/2011 voru felld í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fór fram 9. apríl 2011.

Lög nr. 1/2010

 Lög nr. 1/2010 voru felld í þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars 2010.

 Lög nr. 96/2009

 Lög nr. 96/2009 voru felld úr gildi með lögum nr. 89/2011.

Þingsályktun nr. 2/136

Þjóðaratkvæðagreiðsla 9. apríl 2011

Þjóðaratkvæðagreiðslan 6. mars 2010